Olga Guðrún Árnadóttir, þýðandi, fyrrum dagskrárgerðarkona og einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar, sem gerði garðinn hvað frægastan fyrir sönglög og hendingar líkt og: „Ryksugan á fullu, étur alla drullu“, segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins hruni mannúðar og samhygðar í heiminum og á síðustu mánuðum gagnvart fólkinu í Palestínu.
Hún vitnar til orða Shakesepare sem skifaði: „Helvíti er tómt og allir djöflarnir eru hér,“ eða „Hell is empty and all the devils are here.“
Í færslu á facebook segir Olga Guðrún að þessi orð eigi hörmulega vel við í dag.
„Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins hruni mannúðar og samhygðar í heiminum og á síðustu mánuðum gagnvart fólkinu í Palestínu. Allir djöflarnir eru svo sannarlega hér, ekki bara í Í s r a e l heldur líka á Vesturlöndum, þeir sitja á valdastólum, tilfinningalausir eins og vélmenni, og safna um sig sístækkandi púkahjörð sem styður blygðunarlaust grimmdarverk á saklausu fólki sem á sér ekkert skjól.“
„Er ekki löngu kominn tími til að svipta djöflana völdum?“ Spyr Olga Guðrún. Og er ekki ein um að spyrja svo.