Vaxandi ójöfnuður kallar á verkfallsbylgju

Tyrkneska hagstofan (TurkStat) birti niðurstöður tekju- og lífskjarakönnunar sem gerð var árið 2023 með hliðsjón af tekjutölum ársins 2022. Þar kemur fram að þau auðugu hafa aukið sinn hlut í þjóðarframleiðslunni á kostnað annarra í samfélaginu undanfarinn áratug.

Mikil verðbólga yfir langt tímabil virðist vera mjög skaðleg fyrir kaupmátt launafólks því kjarasamningar eru yfirleitt ekki gerðir með vísitölutengingum. Við Íslendingar þekkjum vel hvernig okkar verðtryggðu lán eru uppreiknuð á hverjum mánuði miðað við neysluvísitölu, ef laun launafólks væru tryggð með svipaðri reiknireglu er hugsanlegt að verðbólga myndi ekki virka sem ójöfnuðarhraðall, sem síðan kallar fram lífskjarakrísu hjá verka- og láglaunafólki.

Vaxandi efnahagslegur ójöfnuður, sem einnig er grundvöllur fyrir lögmæti baráttu verkalýðshreyfingarinnar, hefur valdið því að verkföll og mótmæli hafa fengið á sig kvika birtingarmynd eftir heimsfaraldur. Stríð NATO við Rússa í Úkraínu og árásir Ísraela á Gaza hafa auk þess aukið spennu og óstöðugleika.

Samkvæmt skýrslu TurkStat jókst hlutdeild auðugustu 20 prósentanna úr 45,9 prósentum árið 2013 í 49,8 prósent árið 2022. Hlutdeild þeirra tekjulægstu lækkaði úr 6,2 prósentum í 5,9 prósent.

Mynd: Verkfallsverðir Erciyas Steel Pipe

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí