Í Nebraska er starfsfólk sem vinnur hjá ríkinu. Það getur sinnt störfum sínum heima eða stundum á skrifstofu. Nú bíður það eftir tímamótaákvörðun frá hópi sem leysir vinnudeilur. Þessi ákvörðun gæti breytt því hvernig og hvar í holdinu starfsfólkið vinnur í framtíðinni.
Við skulum útskýra aðeins betur hvaða hver þessi hópur er sem leysir og úrskurðar um vinnudeilur.
Stofnunin sem um ræðir heitir Commission of Industrial Relations (CIR) sem er eins og Ríkissáttasemjari og Félagsdómstóll í einni stofnun hér á Íslandi.
Stéttarfélagið heitir Nebraska Association of Public Employees (NAPE).
Í febrúar síðastliðnum var stór hópur vinnandi fólks sem eru félagsfólk í NAPE. NAPE hefur það hlutverk að hjálpa starfsfólki að koma saman til að ræða um vandamál í vinnunni. Útkoman úr því samtali varð sú að þau sætta sig ekki við að vera beitt húsbóndavaldi til að mæta á ákveðnum stað á ákveðnum tíma til að þóknast stjórnunarblæddi vinnuveitanda.
Ríkisstjórinn í Nebraska heimtaði að allir ríkisstarfsmenn þyrftu að koma aftur til vinnu í skrifstofuhúsnæði húsbónda fyrir 1. apríl 2023. NAPE telur þetta ekki sanngjarnt því heimavinna eða blanda af hvoru tveggja hafi virkað ágætlega auk þess sem fyrirkomulagið er ódýrara fyrir skattborgarana og betra fyrir starfsmennina og fjölskyldur þeirra.
Ríkið telur það hins vegar að það hafi húsbóndavald yfir því hvar það vinnur vinnu sem þarf ekki að inna af hendi með því að vera í holdinu á þeim stað sem vinnurekanda hugnast. Því öll verk þeirra er hægt að vinna í gegnum fjartækni því skiptir ekki máli hvað starfsmaðurinn er staddur í heiminum.
Búist er við að ákvörðun um hverjir eiga rétt á því að vinna í fjarvinnu liggi fyrir um miðjan apríl. Þetta er stórmál því þetta gæti breytt því hvernig ríkisstarfsmenn geta sinnt störfum sínum, eins og að geta unnið heima ef þeir vilja.