Yfir 700 látnir úr kóleru í Zambíu

Kólerufaraldur geisar nú í Zambíu þar sem yfir 700 manns hafa látist frá því í janúar mánuði. Faraldurinn hófst í október á síðasta ári og yfir 20 þúsund manns hafa veikst síðan þá samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Læknar án landamæra. 

Í upphafi faraldursins voru tilfellin einkum bundin við tvær stærstu borgir landsins, Lusaka og Ndola, en hafa síðan þá breiðst út til allra héraða í landinu. Óttast er að faraldurinn breiðist út til nágrannalandanna og allur suðurhluti Afríku sé í hættu á að kólera komi upp þar. Þegar hafa borist upplýsingar um að veikindin hafi komið upp í Zimbabwe, í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og í Malaví. 

Forseti Zambíu, Hakainde Hichilema, sætir harðri gagnrýni fyrir viðbragðsleysi við sjúkdóminum. Í síðasta mánuði hófst bólusetningarátak sem beinist að 1,5 milljónum manna á svæðum í landinu sem talin eru í mikilli hættu á frekari útbreiðslu. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí