Yfirvofandi skortur á súkkulaði á heimsvísu

Verð á kakói hefur hækkað óhemjumikið á síðustu tólf mánuðum og hefur aldrei verið hærra en nú í febrúar 2024. Hagfræðingar spá því að verð muni haldast hátt út yfirstandandi ár. 

Verð á kakói hefur ríflega tvöfaldast frá því í ársbyrjun árið 2023. Óhagstætt veðurfar, smygl og sjúkdómar sem herja á kakóplöntur eru sagðir helda ástæðan fyrir hækkuninni. Uppskera á kakói hefur brugðist verulega illa á Fílabeinsströndinni, þar sem um 40 prósent kakóbauna heimsins eru ræktaðar, og einnig í Gana sem stendur fyrir ræktun um fimmtungs heimsframleiðslunnar til viðbótar. 

El Nino veðurfyrirbrigðið hefur haft mikla þurrka í för með sér í Vestur-Afríku og ofan á það hafa staðbundnir og árstíðabundnir þurrkar og mikill vindur einnig haft sitt að segja. Því hafa birgðir dregist saman og verð hækkað. 

Búist er við að verð á súkkulaði haldi áfram að hækka, um 15 til 20 prósent á fyrri hluta ársins, og að hækkununum muni ekki linna. Að sama skapi reikna súkkulaði framleiðendur með því að eftirspurn muni dala. 

Staðan er þegar farin að hafa mjög neikvæð áhrif á kakó iðnaðinn. Í Gana hafa fyrirtæki þurft að draga verulega úr starfsemi sinni og segja upp fólki. 

Það er ekki bara súkkulaðiframleiðslan sem gæti orðið fyrir barðinu á kakó-skortinum. Kakó er notað í ýmsa aðra framleiðslu, til að mynda á lyfjum og snyrtivörum, svo verðhækkanir í þeim geirum eða skortur á aðföngum er líklegur. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí