Á annan tug særð eftir loftárásir Rússa á Kænugarð – Skólar og leikskólar skemmdir

Rússneski herinn gerði í gær einhverja umfangsmestu árás sína á Kænugarð svo vikum skiptir og þá fyrstu í sex vikur Rússar skutu þá tugum flugskeyta á úkraínsku höfuðborgina, sem meðal annars ollu skemmdum á sex skólum og leikskólum. Á annan tug Úkraínumanna særðist í árásinni. 

Árásin hófst snemma í gærmorgun og skutu Rússar 31 flugskeyti á borgina. Loftvarnarkerfi Úkraínumanna var beitt og kom það í veg fyrir frekara tjón en öll flugskeytin voru skotin niður. 

Íbúðarhúsnæði, skólar og leikskólar og aðrir innviðir urðu engu að síður fyrir töluverðum skemmdum og þá kviknaði í byggingum þegar brak úr flugskeytunum lenti á þeim. Um 25 þúsund manns máttu leita skjóls á neðanjarðarlestarstöðvum meðan loftvarnarflautur vældu í þrjá klukkutíma samfleytt. Af þeim voru um þrjú þúsund börn. 

Árásin er sú öflugasta sem Rússar hafa gert vikum saman, en loftárásir sem þessar hafa verið fátíðar síðustu vikur. Telja hernaðarsérfræðingar tvennt koma þar til, annars vegar nýafstaðnar forsetakosningar í Rússlandi en hins vegar skortur Rússa á skotfærum. Þó er búist við því að loftárásir sem þessi verði nú tíðari. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí