Barátta lýðsins við Amazon-flagð

Verkafólk Amazon-vöruhússins BHX4 í Vestur-Miðlöndum Englands er nú í tveggja sólarhringa verkfallsaðgerð sem byrjaði í gær.  Þessari aðgerð verður fylgt eftir með öðru 48 tíma verkfalli í vöruhúsi sem nefnist EMA4 27. mars.

Eins og má búast við af svikulu flagð beitir Amazon andverklýðsfélag brögðum sínum af ásækni.  Reglurnar eru þannig innan Bretlands að ef verkalýðsfélaga aðild fer yfir 50 prósent á vinnustað ber vinnurekanda að viðurkenna viðkomandi félag sem lögmætan viðsemjanda.  

Amazon hefur oft sýnt vilja sinn til að fórna miklu til að koma í veg fyrir að verkafólk skipuleggi sína kjarabaráttu, því setur Amazon í gang ráðningahrinu til að ná hlutfallinu niður fyrir 50 prósent. Ráðagerðin tókst ekki betur en svo að verkafólkið brást við með því að skrá sig í félagið í hópum um 1100 og þannig náðist hlutfallið aftur upp.

Það sem verkafólki vill er ≈2600 krónur á tímann (£15) sem er hlægilega lítið rétt nær að verðbæta kaupið. Við skulum skoða bresku neysluvísitöluna (RPI) tímabilið frá mars 2021 til desember 2023 þá hefur verðlag hækkað um 27,7 prósent. Því er það nokkuð sérstakt að Amazon bíður 12,3 til 13 pund á tímann sem þau segja að sé 20 prósent hækkun sem allt sæmilega gefið fólk hlýtur að sjá að sé kjararýrnun.

Það er ekki þannig að það sé hart í ári hjá Amazon. Á síðasta ársfjórðungi jókst velta á heimsvísu um 14 prósent og stendur nú í 170 milljörðum dollara. Hagnaður á þessum fjórðungi eftir öll gjöld var 10,6 milljarðar dollara og sé hann reiknaður í krónur er það um 1.450 milljarðar króna.

Þessi hagnaður er allur að þakka 1,5 milljóna starfsfólki Amazon á heimsvísu sem vinnur 10 tíma vaktir undir stöðugu eftirliti þar sem öll framleiðin er þvinguð fram með ofríki.  Þar sem dæmi eru um að starfsfólk með krabbamein sé refsað á ómanneskjulegan hátt eftir að það snýr til baka úr veikindaleyfi.


Það má alveg efast um klókindi forystu stéttarfélagsins General, Municipal, Boilermakers (GMB) því samanlagt hafa verið 30 dagar í verkfalli frá því í janúar á síðasta ári. Félagar í GMB hljóti að vera velta fyrir sér hvort svona kurteislegar aðgerðir tilkynntar með tveggja vikna fyrirvara og standa stutt yfir séu að virka.

Mynd: Verkfallsverðir GMB hindra verkfallsbrot við Amazon-vöruhúsið í Coventry

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí