Biður stuðningsmenn Baldurs og Felix að sleppa skítkasti við hommahatara

„Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands. […] Það er ekki til betri maður í djobbið. Og ekki skemmir hvað hann er vel giftur. Felix Bergsson þekki ég betur en flestir aðrir. Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.“

Þetta skrifar Gunnar Helgason leikari á Facebook en hann bætist nú í ört vaxandi hóp manna sem hafa skorað á aðra menn að bjóða sig fram til forseta. Flestir hafa látið duga að skrifa stöðufærslu um þann sem þeir vill helst sjá sem næsta forseta. En Gunnar gengur skrefinu lengra og hefur stofnað sérstakan hóp utan um áskorun sína. Sá hópur telur nú ríflega tíu þúsund manns.

Ekki er þó allir einlægir stuðningsmenn Baldurs og Felix í hópnum. Nokkrir hafa notað tækifærið og deilt hommahatrinu sínu með meðlimum hópsins. Einn skrifar til að mynda í dag upp úr hádegi: „Höfum við nokkuð að gera við hommapar á Bessastaði. Erum við ekki búin að innvinna okkur næga kynvillingafrægð.“

Þetta innlegg hefur vægast sagt fallið í grýttan jarðveg. En Gunnar hvetur stuðningsmenn Baldurs og Felix til þess að láta hommahatara ekki espa sig upp. Hann skrifar: „Elsku vinir. Einn eða tveir hafa skrifað hér í hópinn einhverja drulluvitleysu á móti strákunum okkar og hommum almennt. Við tökum þessum skrifum ekki illa. Svörum af kærleika en ekki með skítkasti. Skítkast er vatn á myllu kölska. Ást og friður.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí