Enn töluverð virkni í eldgosinu en nóttin gekk vel

Varnargarðar hafa þjónað hlutverki sínu í nótt og beint hrauni framhjá mannvirkjum í átt að sjó. Aðgerðir björgunarfólks og viðbragðsaðila hafa gengið vel.

Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir að flestir verktakar séu komnir í hvíld. Um 200 metrar séu frá hrauni að Njarðvíkuræðinni sem er undir fargi. Ef hraun rennur yfir veit enginn hvort hiti veldur skemmdum og skaðar ýmsa innviði. Víðir segir of snemmt að hrósa happi, óvissa sé um framhaldið. Hrauntjarnir við tvo enda tungunnar gætu brostið. Þá gæti hraun runnið hratt yfir Suðurstrandaveg, sem var lokað í nótt.

Nokkuð hefur dregið úr strókunum í eldgosinu. Enn er þó töluverð virkni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Hraun gæti náð til sjávar. Grindavíkurvegur fór að hluta undir hraun í nótt.

Enginn hefur slasast í umbrotunum og engin hús hafa orðið hrauninu að bráð.

Gosið er það stærsta í hrinunni og kom nánast án fyrirvara.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí