Það er Labor alríkisstjórn í Ástralíu síðan í maí 2022. Það er líka Labor-fylkisstjórn í Victoria. Eins og flestir vita má líkja Anglo-Saxon Labor-módelinu við norræna sósíaldemókrata, bæði módelin vilja í orði kveðnu sterkt velferðarkerfi og sterka verkalýðshreyfingu.
Báðar þessar hreyfingar hættu að trúa á sínar hugmyndir og fóru að tala fyrir nútímavæðingu hagkerfisins eða markaðsumbótum sem yfirleitt leiddi til niðurbrots á velferðarríkinu, réttindum og kjörum launafólks.
Í ljósi þessarar þróunar er athyglisvert að skoða þróun kjara ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga í fylkinu Victoria. Nú um þessar mundir er samninganefnd stéttarfélags þessara stétta að semja um 4 ára samning.
Síðasti 8 ára samningur frá 2016 skilaði kjararýrnun. Þar voru hækkanir mjög hóflegar um 3 prósent á ári sem er mjög lítið því verðbólga var 8 prósent 2022 og 4,1 prósent 2023.
Opinberstefna stéttarfélagsins er að semja aftur um hóflegar hækkanir eða 3 prósent að hámarki á ári. Ef það verður raunin er ljóst að þessar stéttir þurfa aftur að taka á sig kjaraskerðingu næstu 4 árin eftir að koma út úr 8 ára kaupmáttar rýrnunarsamningi.
Þetta gerist þrátt fyrir að almenningur kjósi stjórnmálamenn sem í orðið kveðnu eru vin veittir launafólki og velferðarkerfinu. Er hugsanlegt að við fáum þannig útkomu með Samfylkingunni?
Sögulega hefur það líka gerst á Íslandi að við fáum stéttarfélagsforystu sem hættir að gæta hagsmuna launafólks og breytist í steinnrunninn skrifstofuvirkströll.