Fjögurra ára kjararýrnunarsamningar?

Það er Labor alríkisstjórn í Ástralíu síðan í maí 2022. Það er líka Labor-fylkisstjórn í Victoria. Eins og flestir vita má líkja Anglo-Saxon Labor-módelinu við norræna sósíaldemókrata, bæði módelin vilja í orði kveðnu sterkt velferðarkerfi og sterka verkalýðshreyfingu.

Báðar þessar hreyfingar hættu að trúa á sínar hugmyndir og fóru að tala fyrir nútímavæðingu hagkerfisins eða markaðsumbótum sem yfirleitt leiddi til niðurbrots á velferðarríkinu, réttindum og kjörum launafólks.

Í ljósi þessarar þróunar er athyglisvert að skoða þróun kjara ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga í fylkinu Victoria. Nú um þessar mundir er samninganefnd stéttarfélags þessara stétta að semja um 4 ára samning.

Síðasti 8 ára samningur frá 2016 skilaði kjararýrnun. Þar voru hækkanir mjög hóflegar um 3 prósent á ári sem er mjög lítið því verðbólga var 8 prósent 2022 og 4,1 prósent 2023.

Opinberstefna stéttarfélagsins er að semja aftur um hóflegar hækkanir eða 3 prósent að hámarki á ári. Ef það verður raunin er ljóst að þessar stéttir þurfa aftur að taka á sig kjaraskerðingu næstu 4 árin eftir að koma út úr 8 ára kaupmáttar rýrnunarsamningi.

Þetta gerist þrátt fyrir að almenningur kjósi stjórnmálamenn sem í orðið kveðnu eru vin veittir launafólki og velferðarkerfinu. Er hugsanlegt að við fáum þannig útkomu með Samfylkingunni?

Sögulega hefur það líka gerst á Íslandi að við fáum stéttarfélagsforystu sem hættir að gæta hagsmuna launafólks og breytist í steinnrunninn skrifstofuvirkströll.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí