Fjöldamótmæli á Kúbu vegna matar- og raforkuskorts

Hundruð Kúbverja mótmæltu í gær á götum Santiago de Cuba, næststærstu borgar Kúbu, vegna viðvarandi matarskorts og rafmagnsleysis. Viðlíka stór mótmæli hafa ekki orðið á Kúbu síðan árið 2021. Þá mótmælti fólk einnig í höfuðborginni Havana, Bayamo og fleiri borgum. 

Rafmagnsleysi hefur plagað eyjuna síðan í byrjun mánaðarins og er ástæðan sögð viðhaldsvinna við stærsta raforkuver landsins. Staðan mun enn hafa versnað um liðna helgi vegna skorts é elsneyti á Kúbu, sem notað hefur verið til raforkuframleiðslu. Sum svæði á eyjunni hafa verið án rafmagns í allt upp í fjórtán tíma á sólarhring, þar á meðal Santiago. 

Samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar var rafmagni komið á í Santiago seinnipartinn á sunnudag, eftir mótmælin, auk þess sem tvö vörubílshlöss af hrísgrjónum voru send til borgarinnar. 

Forseti Kúbu, Miguel Diaz-Canel, sagði í gær á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, að óvinir byltingarinnar reyndu að notfæra sér ástandið. Það væru „hryðjuverkamenn með aðsetur í Bandaríkjunum, sem við höfum ítrekað fordæmt, sem hvetja til aðgerða sem ógna innra öryggi landsins,“ skrifaði Diaz-Canel. Hann varaði við því að gripið yrði til harðra aðgerða gegn slíkum gjörðum og hvatti til friðsamra skoðanaskipta um þær áskoranir sem Kúba stæði frammi fyrir í ljósi viðskiptabanns Bandaríkjanna á landið. 

Eins og Samstöðin greindi frá í lok síðasta mánaðar óskaði ríkisstjórn Kúbu þá eftir aðstoð Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Er það í fyrsta skipti sem það gerist og sýnir hversu mikill matarskortur er orðinn í landinu. Beiðni barst um að útveguð yrði þurrmjólk handa börnum undir sjö ára aldri og hefur Matvælaáætlunin þegar brugðist við beiðninni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí