„Formaður Lögmannafélagsins er haldinn athyglissýki á lokastigi“

„Ætlar hann aldrei að þagna, karlskrattinn? er titill á bók eftir Magnús Storm, sem kom út 1977. Formaður Lögmannafélagsins er haldinn athyglissýki á lokastigi og er einstaklega laginn við það að koma sér í fjölmiðla til að tjá sig um mál sem hann hefur ekki hundsvit á og þekkir ekkert til; til þess eins að láta ljós sitt skína.“

Þetta skrifar Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem var sýknaður af tilraun til hryðjuverks í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Tilefnið eru ummæli Sigurðar Arnar Hilmarssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, en hann segist ekki sammála því að sýknudómurinn sé áfellisdómur á ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra, líkt og Sveinn Andri fullyrti í gær.

Sigurður Örn sagði í viðtali á Rás 2 í morgun að eðli máls samkvæmt sé mjög erfitt að færa sönnur á svokölluðum tilraunabrotum, líkt og að vera með óljós óform um að fremja hryðjuverk. „Til að dæma fyrir tilraunabrot þarf annað hvort framkvæmdar athafnir eða undirbúningsathafnir. Það er erfitt að sýna fram á það,“ segir Sigurður Örn.

Óhætt er að segja að Sveinn Andri sé honum ósammála. „Ég og meðverjandinn í málinu fórum í gegnum allt þetta mál frá upphafi til enda og höfum fylgst með raðklúðri og síendurteknum mistökum lögreglu við meðferð málsins og erum margfalt betur settir en formaðurinn til að tjá okkur fyrir hönd okkar umbj. um störf lögreglu og ákæruvalds í málinu,“ skrifar Sveinn Andri á Facebook nú í kvöld.

Hann heldur svo áfram:

„Í hvaða umboði er formaður Lögmannafélagsins að tjá sig um mál sem e.t.v. mun fara áfram á áfrýjunarstig eða verða grundvöllur skaðabótakröfu? Það væri óskandi að formaðurinn gæti tileinkað sér það stundum að þegja frekar en að tjá sig. Sérstaklega þegar hann hefur ekkert með það að gera að gaspra í fjölmiðlum um einstök mál sem eru rekin fyrir dómstólum og hann hefur enga aðkomu að. Mikið verður gott að fá nýjan formann í vor.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí