„Gróflega misboðið hvernig nánast allt samfélagið kóar með þessu rusli“

„Í dag kom út nýtt lag með Patr!k eða Prettyboitjokkó. Inntak þess er að þú verðir að eiga fullt af peningum, flottan bíl og dýr föt til að eiga séns í sætar stelpur. Þetta kemur frá manni sem fæddist inn í ríkidæmi og montar sig af því við hvert tilefni, sem er í eins mikilli forréttindastöðu og hægt er, neppasta nepo-beibíð af þeim öllum. Sem var verið að tilnefna sem „flytjanda“ ársins á íslensku tónlistarverðlaununum.“

Þetta skrifar Davíð Roach Gunnarsson tónlistargagnrýnandi á Facebook en mörgum þykir hann hafa hitt naglann á höfuðið með gagnrýni sinni á tónlistarmanninn Prettyboitjokkó, sem heitir í raun Patrik Atlason og er barnabarn Helga í Góu. Davíð segir í raun viðbjóðslegt hvernig samfélagið hampar þessari efnishyggju.

„Mér er gróflega misboðið hvernig nánast allt samfélagið ekki bara kóar með þessu rusli, sem elur á forheimskandi og mannskemmandi efnishyggju, heldur hampar því. Hvernig alls konar fólk sem almennt gefur sig út fyrir að vera vinstri sinnað og/eða femínískt flissar og spilar með í örvæntingarfullri tilraun til að virka ekki miðaldra (það er ekki að takast Óli Palli og Gísli Marteinn!). Ég var með uppgjörspistil fyrir árið 2023 í Lestinni um daginn sem átti eftir að rata á netið, þar sem ég ræði mikið um þessa allsherjar hnakkavæðingu samfélagsins og helstu birtingarmynd hennar PBT. Skil hann eftir hérna í kommentum fyrir áhugasama. Mér finnst ekkert gaman að vera hrópandinn, en það þarf einhver að öskra sig hásan þegar allir hinir í eyðimörkinni eru meðvirkir,“ segir Davíð en uppjgjörspistilinn má finna hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí