Hækkun á húsaleigu sú mesta í fimm ár.

Samkvæmt nýútkominni mánaðarskýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunnar hefur raunhækkun á húsaleigu undanfarna tólf mánuði ekki verið meiri í fimm ár, eða frá því á vormánuðum 2019. Rímar það við niðurstöður úr leigumarkaðskönnun stofnunarinnar sem birt var í febrúar síðastliðnum og sýndi skýrt hvernig fjárhagsleg og félagsleg staða leigjenda hefur hnignað á milli ára.

Stjórnlaus hækkun húsaleigu umfram verðlag
Frá ársbyrjun 2011 og fram til ársloka 2019 hækkaði verðlag um þrjátíu prósent. Á sama tíma hækkaði opinber vísitala leiguverðs um hundrað og fimm prósent eða hátt í fjórum sinnum meira. En á milli áranna 2020 og 2022 snérist dæmið þó lítillega við þegar verðlag hækkaði heilt yfir ívið meira en húsaleiga, eða tuttugu prósent á meðan að vísitala húsaleigu hækkaði sextán prósent. Ástæðan fyrir því að húsaleiga hækkaði minna en verðlag frá upphafi ársins 2020 og fram á mitt ár 2022 var aukið framboð á íbúðum vegna samdráttar á skammtímaleigu á íbúðum til ferðamanna. En leigjendur þurftu samt sem áður að klyfja þær óbæriilegu byrðar sem stjórnlaus hækkun húsaleigu hafði lagt á þá. þrátt fyrir að tímabundið hefði dregið úr hækkun umfram verðlag.

Það var um mitt árið 2022 sem húsaleiga byrjaði aftur að hækka umfram verðlag eða beint í kjölfarið á því að húsnæðisbætur voru hækkaðar. Því stóð hann sutt yfir sá tími sem hagur leigjenda „vænkaðist“ eins og núverandi innviðaráðherra er tamt að hafa við þegar hann er beðin um að lýsa stöðu leigjenda. Frá júlí 2022 og fram til ársloka 2023 hækkaði vísitala húsaleigu um fimmtán prósent en verðlag um tíu prósent, semsagt helmingi meiri hækkun á húsaleigu en verðlagi.

Árið sem helvíti opnaðist
Húsnæðisbætur voru aftur hækkaðar í janúar 2023 og í kjölfarið fyrri helmingi ársins hækkaði húsaleiga rúmlega sex prósent en verðlag sem hækkaði um rúmlega fjögur. Frá Júní og fram í september sama ár dró hinsvegar aðeins úr hækkun samkvæmt vísitölu leiguverðs og farið var að draga úr áhrifum aukinna húsnæðisbóta á leiguverð. Það var svo ljóst þegar að innviðaráðherra lagði fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögunum þann 12. september síðastliðinn að engar varnir voru teiknaðar upp fyrir leigjendur og blessun lögð yfir miskunnarlausa fjárkúgun á leigjendum. Þá fór af stað mesta hækkunarkseið sem mælst hefur á leigumarkaði, sem enn stendur yfir.

Þó var útlit fyrir að verkalýðshreyfingin myndi krefjast þess af stjórnvöldum í samstarfi við Leigjendasamtökin að böndum yrði komið á leigumarkaðinn í tengslum við kjarasamninga en af því varð þó ekki. Leigjendur hafa ekki bara búið lengi við gríðarlegt óöryggi, vergang og fjárkúgun á leigumarkaði heldur hefur því verið mætt með ámælisverðu skeytingarleysi frá stjórnvöldum. Þrátt fyrir stigmagnandi neyð og þunga í hagsmunabaráttu leigjenda hefur stjórnvöldum samt sem áður tekist að mynda einskonar þjóðarsátt um að viðhalda ástandinu.

Fyrirséður aukinn hraði í hækkun á húsaleigu
Það benda allir hagvísar til þess að húsaleiga muni halda áfram að hækka og að hækkanir verði meiri en nokkru sinni fyrr. Hækkar leigan svo hratt um þessar mundir að einungis á þeim fáu vikum sem breiðfylking ASÍ sat í karphúsinu þá hækkaði húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu meira en það sem nemur árshækkun launa og hækkun húsnæðisbóta, sem þó vel að merkja eru ekki enn komnar til framkvæmda.

hagsmunaðilar á húsnæðismarkaði segja ekkert benda til þess að sjálftöku á leigumarkaði linni. Launafólk á leigumarkaði getur því ekki vænst betri tíðar í fyrirsjánalegri framtíð, og því miður er meginstef núverandi innviðaráðherra að miskunn á leigumarkaði komi með fyrirsjáanleika.

Við þurfum á þér að halda

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí