Hækkun á íbúðaverði stefni í tugi prósenta

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur stigið um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Hraði verðhækkana milli mánaða er langt umfram 12 mánaða meðaltal. Það skýrist m.a. af aukinni eftirspurn vegna vanda Grindvíkinga en tugmilljóna yfirboð þeirra innbyrðis hafa verið í fréttum

Í tilkynningu frá HMS segir að að fjölbýli á landsbyggð hækki mest eða um 2,1 prósent. Mesta hækk­un­ varð á fjöl­býl­um á lands­byggðinni, eða 6,4%.

Sér­býli á lands­byggðinni hækkuðu um 1,4%. Fjöl­býli á höfuðborg­ar­svæðinu hækkuðu um 2,1%.

Gunnar Smári Egilsson blaðamaður reiknar út að á ársgrunni miðað við hækkunina í febrúar nemi verðhækkun á ársgrunni 28 prósentum á fjölbýlishúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

„Með samstilltu skort-átaki stjórnvalda og verktaka hefur þetta náðst fram,“ segir hann.

„Það færist upp launastigann, mörkin milli þeirra sem hafa efni á að kaupa og hinna sem sitja fastir á leigumarkaði. Og gjaldið hækkar. Líklega þarf hver fjölskylda að greiða um 40 m.kr. meira í húsnæðiskostnað yfir ævina en ef stjórnvöld hefðu það sem markmið að húsnæði væri ódýrt og öruggt.“

Gunnar Smári segir ennfremur: Ef samfélag okkar væri heilbrigt myndi húsnæðisráðherrann segja af sér í dag.



Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí