Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur stigið um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum.
Hraði verðhækkana milli mánaða er langt umfram 12 mánaða meðaltal. Það skýrist m.a. af aukinni eftirspurn vegna vanda Grindvíkinga en tugmilljóna yfirboð þeirra innbyrðis hafa verið í fréttum
Í tilkynningu frá HMS segir að að fjölbýli á landsbyggð hækki mest eða um 2,1 prósent. Mesta hækkun varð á fjölbýlum á landsbyggðinni, eða 6,4%.
Sérbýli á landsbyggðinni hækkuðu um 1,4%. Fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu um 2,1%.
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður reiknar út að á ársgrunni miðað við hækkunina í febrúar nemi verðhækkun á ársgrunni 28 prósentum á fjölbýlishúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

„Með samstilltu skort-átaki stjórnvalda og verktaka hefur þetta náðst fram,“ segir hann.
„Það færist upp launastigann, mörkin milli þeirra sem hafa efni á að kaupa og hinna sem sitja fastir á leigumarkaði. Og gjaldið hækkar. Líklega þarf hver fjölskylda að greiða um 40 m.kr. meira í húsnæðiskostnað yfir ævina en ef stjórnvöld hefðu það sem markmið að húsnæði væri ódýrt og öruggt.“
Gunnar Smári segir ennfremur: Ef samfélag okkar væri heilbrigt myndi húsnæðisráðherrann segja af sér í dag.