Illindi í Grindavík – Þeir sem ætla að flytja sakaðir um að „tala Grindavík niður“

Einhver illindi virðast hafa sprottið upp meðal sumra Grindvíking á síðustu vikum. Hamfarirnar þar hafa orðið til þess að hluti bæjarbúa skiptir sér í fylkingar, eftir því hvort fólk vill búa áfram í Grindavík eða sér ekki annað í stöðunni en að flytja. Björn Birgisson er meðal þeirra síðarnefndu en hann greinir frá því að sumir séu svo öfgafullir að þeir saka þá sem flytja um að vera að „tala niður Grindavík“. Ljóst er þó að framtíð byggðar í Grindavík stendur mjög völtum fótum enda spá jarðvísindamenn því að jarðhræingarnar séu komnar til að vera, jafnvel næstu hundrað árin.

Björn segist hafa engan áhuga á því að réttlæta þessa stóru ákvörðun fyrir einum né neinum. Það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að flytja, öll nær ein erfiðasta ákvörðun á langri lífsleið. Öll skynsemi hafi þó leitt hann að þeirri niðurstöðu.

„Ákvarðanir eru sumar hverjar léttvægar og auðteknar. Að ákveða að flytja frá Grindavík og útiloka endurkomu var ekki auðvelt. Raunar erfiðasta ákvörðun sem við hjónin höfum tekið á okkar löngu sameiginlegu lífsleið. Við teljum hana rökrétta. Við þurfum reyndar ekki að réttlæta hana fyrir nokkrum manni, en þeir eru alveg til sem senda fólki tóninn, fólki sem ekki hyggst snúa aftur til búsetu. Gjarnan með þeim orðum að það fólk sé að tala Grindavík niður. Það er stuttur þráðurinn í slíku fólki,“ segir Björn á Facebook.

Hann sé þó alveg til í að útskýra hvað lá að baki þessari ákvöðrun. „Hvers vegna ætlar þið að selja ríkinu húsið ykkar? Hef fengið þessa spurningu nokkrum sinnum,“ skrifar Björn og telur svo upp nokkrar ástæður fyrir því:  „Sjáum ekki fram á að geta búið í því um langa hríð, kannski aldrei.  Viljum ekki vera leigjendur eingöngu með tekjur eldri borgara.   Húsið er verðlaust nú og líklega það sem eftir er af okkar lífstíð.   Húsið er okkar eina verðmæta eign og sala nú bjargar þeim verðmætum. Sala nú gerir okkur mögulegt að kaupa nýtt heimili í stað Spýtukofans.  Aldur okkar skiptir máli, Víðihlíð í Grindavík er stórlega löskuð eða ónýt.  Það er ekkert gáfulegt við að fólk á áttræðisaldri sé að flytja á yfirlýst hamfarasvæði upp á von og óvon.“

Eina valið í raun og veru sé því að taka boði ríkisstjórnarinnar. „Fleira mætti tína til og þá ber auðvitað hæst óttinn við endurteknar hamfarir og óvissan sem fylgir þeim. Endurtekinn flutningur á milli byggðarlaga er ekki fýsilegur fyrir fólk á okkar aldri. Okkar hugmynd var alltaf sú að búa svo um hnútana að við gætum átt áhyggjulaust ævikvöld fjárhagslega. Að þiggja ekki boð ríkisins nú myndi algjörlega rústa því markmiði, þvert á móti myndu áhyggjurnar hreinlega bunkast upp og svipta burt öllum þeim lífsgæðum sem fylgja því að skulda engum neitt – hvorki Guði né mönnum. Því miður er staðan þessi. Virkilega vond, en rofinn í myrkrinu er að þiggja tilboð ríkisins um uppkaupin eða lifa í myrkri það sem eftir er. Við virkjum þann rofa og veljum ljósið,“ segir Björn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí