„Íslensk tunga mun hverfa úr munni manna á næstu 100 árum“

Undanfarna mánuði hafa sífellt fleiri lýst yfir áhyggjum sínum yfir framtíð íslenskrar tungu. Sumir hafa þó sagt slíkar áhyggjur að mestu óþarfar og telja enga hættu á því að íslenskan lognist út. Svo eru enn aðrir sem segja að íslensk tunga muni líklega deyja drottni sínum, en það sé þó ekkert svo slæmt.

Einn þeirra er fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson. „Íslensk tunga mun hverfa úr munni manna á næstu 100 eða í mesta lagi 200 árum. Það er svona allt að því óhjákvæmilegt,“ skrifar Illugi og bætir svo við kerskinn:

„Við þurfum þó engar áhyggjur að hafa af því að tungumálið deyi út. Við þurfum ekki annað en kaupa tímanlega tvær gervigreindarvélar sem svo geta talað gullaldaríslensku hvor við aðra allt til eilífðarnóns. Kannski dugar meira að segja að kaupa bara eina og láta hana tala við sjálfa sig.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí