Íslenskir ný-nasistar sárir yfir dónaskap og krefjast þess að þeim sé svarað af kurteisi

Þeir sem stunda samfélagsmiðilinn Twitter hafa vafalaust flestir tekið eftir því að síðustu mánuði hefur þeim fjölgað nokkuð sem mæla kynþáttaníði bót. Svo mikið raunar að erfitt er að komast hjá því að lesa tíst eftir einhvern íslenskan rasista, nasista eða öfgahægrimann. Það er óneitanlega nokkuð önnur stemming á Twiter þessa dagana, enda var „íslenska Twitter“ lengst af fyrst og fremst vettvangur fyrir sprell og gamanmál. Þó nasistum hafi fjölgað, þá má þó hugga sig við það að enginn þeirra þorir að tjá skoðanir sínar undir fullu nafni.

Alla jafna skrifa  þessir menn aldrei um neitt annað en útlendinga og hve ömurlegir þeir séu. Öðru hvoru breyta þeir til og tala illa um konur eða homma. Einn maður orðar það vel og skrifar: „Þessir nafnlausu íslensku nasistaaðgangar hafa ekki áhuga á neinu nema glötuðu rasistapælingunum sem valda því að þeir þurfa að fela sig. Aldrei kvartað yfir VAR. Aldrei misst af strætó. Aldrei þurft ráð um ryksuguróbot. Bara allan daginn „brúni maðurinn gerði mér þetta“„

Þetta er þó ekki alveg rétt því nýlega hafa þeir kvartað sáran undan einu nýju. Þeim sárnar hvað þeim sé mætt af miklum dónaskap. Já, íslenskir nasistar vilja vitundarvakningu um að orð geta sært. Það er að segja þá sjálfa. Margir eru stórhneykslaðir á því að oft séu einu athugasemdirnar við nýjasta kynþáttaníð sitt ekkert annað en fúkyrðisflaumur. Oft telja þeir þetta vera hræsni hjá viðkomandi, þetta stangist á einhvern hátt við vinstrimennsku eða and-rasisma. Þó þeir ættu að vita mætavel að foringi þeirra skaut sig ekki árið 1945 vegna þess að hann stóð frammi fyrir því að tapa kappræðum.

Þessi dónaskapur hefur farið svo fyrir brjóstið á þessum mönnum að einn þeirra séð sig knúnan að skrásetja öll ummælin. Svo hægt sé að sýna heiminum hve vondir menn geta verið við þá. Hér fyrir neðan má sjá eitt dæmi um það en þetta er fjarri lagi eina afhjúpunin sem Torfi hefur birt á síðustu vikum.

Þetta mikla mótlæti sem nasistar þurfa að þola væri varla meira en enn eitt dæmið um þann kaldhæðnislega bjánaskap sem oft má finna hjá hægriöfgamönnum á netinu, ef það væri ekki fyrir þær sakir að hófsamari hægrimenn taki oft undir með þeim í þessum málum. Siggeir F. Ævarsson er meðal þeirra sem eru farnir að vera þreytir á þessu væli um dónaskap, en hann skrifar nokkrar færslur á Twitter í dag um málið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí