Kallaði ráðherra dindil hagsmunaafla

Í brýnu sló milli Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns pírata, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra á Alþingi í morgun.

Andrés Ingi sagði í fyrirspurnatíma að bújarðir skiptu um eigendur vinstri hægri. Væru lukkuriddarar að ásælast náttúruauðlindir með kaupum sem ógnuðu matvælaöryggi og tefldu aðgengi að náttúruauðlindum í tvísýnu.

Vitnaði þingmaðurinn til greinar orkumálastjóra á Vísi sem hann sagði að þyrfti að vekja stjórnmálafólk til umhugsunar. Efla þyrfti lagaramanna og tryggja hagsmuni almennings til að land og auðlindir rynnu ekki varanlega í greipar auðmanna.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sagði að fyrirspurnin væri óskýr og sagðist ekki hafa lesið grein orkumálastjóra.

Brást þá Andrés illa við og benti á að skrif orkumálastjóra væru með umtöluðustu greinum vikunnar. Efni hennar hefði aukinheldur verið rætt á fundi sem Guðlaugur Þór sat sjálfur í gær. Andrés Ingi sagði að ráðherra þyrfti að sýna að hann væri ekki „dindill hagsmunaaflanna“ í þessum málum.

Guðlaugur Þór sneri þá vörn í sókn og sagði að Andrés Ingi og píratar hefðu sjálfir með atkvæðagreiðslum ekki hikað við að ganga gegn almenningi í landinu.

Urðu læti og framíköll sem leiddu til þess að Birgir Ármannsson þingforseti þurfti að grípa inn í.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí