Katrín neitar enn að taka af tvímæli um forsetaframboð

„Ég er enn í starfi mínu sem forsætisráðherra og verð hér áfram um sinn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins gekk á hana með það á Alþingi áðan hvort hún væri að horfa til Bessastaða.

Guðmundur sagði að í kjördæmavikunni hefði margt fólk spurt um þetta. Þess vegna væri best að spyrja Katrínu beint og hann vildi skýr svör. Nei eða já – af eða á?

Þingmanninum varð ekki að ósk sinni. Fyrst svaraði Katrín likt og fyrr er getið. Í síðara svari sagðist hún ekki hafa leitt hugann að slíku framboði, enda ærin verkefni í forsætisráðuneytinu. Hún tók þó ekki af öll tvímæli, en Guðmundur Ingi telur að það eigi erindi við almenning að vita hvort Katrín ætli sér í framboð til Bessastaða.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí