Kristrún: Seðlabankinn segi ríkisfjármál skýra að vextir hafi ekki lækkað

Hætta er á að ákvörðun Seðlabankans að lækka ekki stýrivexti dragi úr jákvæðum áhrifum kjarasamninganna á verðbólgu og vexti.

Þetta segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í samtali við Samstöðina.

„Peningastefnunefndin segir að óvissa hafi minnkað eftir undirritun kjarasamninga en vill greinilega bíða og sjá. Seðlabankinn bendir á ríkisfjármálin — að hætt sé við að aðgerðir í ríkisfjármálum auki á eftirspurn og verðbólguþrýsting. Þannig að launskrið verði meira en ella. Samfylkingin hefur einmitt bent á þetta,“ segir Kristrún.

Hún segir að þótt aðilar vinnumarkaðarins eigi hrós skilið fyrir ábyrga kjarasamninga þá hafi Samfylkingin alltaf talað fyrir því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir þeim verði fjármagnaðar.

„Þetta hefur verið lykilatriði í okkar málflutningi og í þeim kjarapakka sem við lögðum fram við afgreiðslu á fjárlögum. Ríkisstjórnin fór aðra leið og bætti við að þeirra eigin sögn 20 milljörðum við útgjöldin á ársgrundvelli, án þess að fjármagna þær aðgerðir með auknum tekjum eða minni útgjöldum annars staðar. Líklega er þetta þó nær 12 milljörðum.“

Skapast hefur hætta á að ákvörðun Seðlabankans dragi úr jákvæðum áhrifum kjarasamninganna á verðbólgu og vexti að Kristrúnar sögn.

„Vonandi skapast sem fyrst aðstæður til að hefja lækkun vaxta. Nú hafa aðilar vinnumarkaðarins gert sitt. En ríkisstjórnin þarf að hafa stjórn á sínum fjármálum. Ríkisstjórnin ber líka ábyrgð,“ segir Kristrún og segir það lykilatriði að Seðlabankinn verji ákvörðun sína með því að benda á ríkisfjármálin

Mikill urgur er mörgum, enda hefur sá skilningur skapast að áglaunafólk hafi sætt sig við hóflegar kjarahækkanir í trú um vaxtalækkun í staðinn.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir ákvörðunin gríðarleg vonbrigði. Í samtali við Rúv segir hann að trúverðugleiki Seðlabankans sé að engu orðinn.

„Og þessi vaxtastefna sem er hreinlega að ganga af heimilunum í landinu og litlum og meðalstórum fyrirtækjum dauðum mun hafa algerlega skelfileg áhrif.“

Á samfélagsmiðlum hefur mikið verið skrifað um ákvörðunina í morgun og kemur fram hjá mörgum að svigrúm hefði verið hjá bankanum til að lækka vexti um hálft prósentustig.

Skuldsettir íbúðareigendur rífa hár sitt og tæta og falla þung orð um Seðlabankann og ríkisstjórnina.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí