Með velferð og verkfallrétt í sigtinu

Launafólk í Finnlandi er nú á tólfta degi af tuttugu aðgerða. Verkfallsaðgerðirnar sem er skipulagt af ASÍ Finnlands (SAK), eru viðbrögð við niðurskurðaráformum hægristjórnarinnar auk áætluna um að takmarka verkfallsrétt.

Launafólk hefur mótmælt þessum áformum frá því í október.

130 þúsund manns hafa tekið þátt í aðgerðum í febrúar.

Ríkisstjórn sem leidd er af ‏‏þjóðernisöfga hægriflokknum Sannir Finnar (PS) og Þjóðarflokknum (NCP) má líkja við að Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn væru saman í ríkisstjórn á Íslandi.

Þessi samsteypu stjórn hyggst skera niður atvinnuleysisbætur meðal annars með því að afnema auknar greiðslur til atvinnulausra foreldra, taka upp ólaunað veikindaleyfi, lækka húsnæðisbætur og koma í veg fyrir hærri launahækkanir en í atvinnugreinum sem flytja út vörur og þjónustu. Þannig að til dæmis opinbert starfsfólk verði bundið af kjarasamningum útflutningsgreina.

Þá er einnig áformað að takmarka pólitísk verkföll við sólarhring með því að beita sektum bæði fyrir verkalýðsfélög og einstaka starfsfólk ef dómstóll telur verkfall „ólöglegt“. 

Seðlabankastjóri Finnlands hefur sagt að til að ná markmiðum ESB um hallalausan ríkisrekstur þurfi að skera niður opinber útgjöld um 3 milljarða evra.

Verkföllin hafa haft mikil efnahagsleg áhrif og kosta að sögn hundruð milljóna evra.  Stéttarfélögin hafa þó takmarkað síðustu aðgerðir við um 7 þúsund launafólks, aðallega í framleiðslu- og vörustjórnunargreinum.

SAK hefur lagt áherslu á að það væri tilbúið að teygja sig langt til að ná málamiðlun og myndi jafnvel samþykkja bann við pólitískum og samúðarverkföllum í skiptum fyrir algjört bann við að vinnurekandi ráði inn verkfallsbrjóta í stað þeirra sem eru í verkfalli.

Slík bönn eru í mörgum Evrópulöndum, til dæmis í Frakklandi, en þau eru yfirleitt sniðgengin með því að fyrirtæki kaupa inn „þjónustu“ frekar en að ráða til sín óprúttna verkfallsbrjóta.

Mynd: #STOPnow mótmælin 1. febrúar 2024 Öldungatorgið Helsinki

Mynd 2: Finnska þingið

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí