„Ég lagði til við RÚV að Bashar fengi að fara út í lokakeppnina sem ótvíræður sigurvegari keppninnar. Í staðinn fengi Hera kannski að fara á næsta ári, en þau höfnuðu þeirri hugmynd.“
Þetta segir Ásdís María Viðarsdóttir, einn lagahöfunda sigurlagsins í Söngvakeppninni, í samtali við RÚV. Hún samdi lagið Scared of Heights, sem nú verður varla hægt að kalla lengur annað en meint sigurlag. Stór hluti samfélagsins telur að eina ástæðan fyrir því að lagið Wild West með Bashar Murad hafi ekki sigrað hafi verið stórkostlegs klúðurs í kosningum RÚV.
Í raun má segja að RÚV hafi tekist að grafa undan lýðræði í landinu með því að láta svo augljóslega ómarktæka kosningu standa. Það er hálf kaldhæðnislegt í ljósi þess að helsti rök fyrir tilvist RÚV snúa að því hversu mikilvæg stofnunin sé fyrir lýðræði í landinu.
Ásdís María hefur ákveðið að vegna þessa að slíta öll tengsl sín við meinta sigurlagið. Það þýðir að hú mun ekki fylgja því í lokakeppni Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verði ákveðið að senda lagið út í keppnina. Hún segir:
„Ég hef ég verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör.“