Metnaðarlaus ríkisstjórn eftir tveggja ára samráð

Menntamál 23. mar 2024

BHM og Landssamband íslenskra stúdenta (LÍS) furða sig á metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar eftir tveggja ára samráð um bætt námslánakerfi. Segja þau óbreytt styrkjakerfi auka ójöfnuð milli ungs fólks og eldri kynslóða sem nutu vaxtaniðurgreiðslu. Á sama tíma setja íslenskir námsmenn Evrópumet í atvinnuþátttöku.

Kallað er eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða til að liðka fyrir kjarasamningum. Er þetta meðal þess sem kemur fram í umsögn BHM og LÍS um breytingar á lögum um námslánakerfið.

BHM og LÍS kalla eftir eftirfarandi breytingum í frumvarpinu:

  • 25% niðurfellingu á höfuðstól eftir hverja önn og 15% niðurfellingu við námslok eins og í Noregi.
  • Ábyrgðarmannakerfið verði sannarlega afnumið að fullu – staða ótryggra lántaka verði varin.

Þá kalla samtökin eftir nauðsynlegum umbótum í kerfinu til lengri tíma:

  • Blönduðu kerfi námsstyrkja og vaxtaniðurgreiðslu
  • Lækkun á endurgreiðsluhlutfalli G-lána og R-lána.
  • Lækkun vaxtaþaks á lánum og afnámi vaxtaálagsins.
  • Uppgreiðsluafsláttur verði festur í 15% framvegis
  • Auknum heimildum til að afskrifa lán og beita vaxtaniðurgreiðslu til dæmis þegar skortur er í einstaka greinum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí