Ofbeldisalda ríður yfir Haítí- Ráðist á fangelsi og 4.000 fangar frelsaðir af glæpahópum

Yfirvöld á Haítí hafa sett á útgöngubann eftir sólsetur í tilraunun sínum til að ná tökum á ofbeldisöldu sem riðið hefur yfir landið. Vopnaðir menn réðust um helgina á tvö stærstu fangelsi Haítí og frelsuðu fanga þar í haldi. Hátt í 4.000 fangar sluppu úr haldi og standa fangelsins eftir því sem næst auð. 

Lýst var yfir þriggja sólarhringa neyðarástandi í landinu í gær á meðan strokufanganna er leitað. Þeir eru sagðir mjög hættulegir margir hverjir, með þunga dóma fyrir fjölmörg ofbeldisbrot á bakinu. Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir árásirnar á fangelsin og fjölmargir, bæði úr hópi fanga og fangavarða særðir. 

Árásirnar eru sagðar að undirlagi glæpahópa sem allt frá því á fimmtuaginn í síðustu viku hafa gert skipulagðar árásir á innviði ríkisins í höfuðborginni Port-au-Prince. Meðal annars hafa verið gerðar árásir á alþjóðaflugvöllinn í landinu, seðlabankann og knattspyrnuleikvang, auk fangelsa. Skothljóð hafa heyrst víða um stræti borgarinna síðustu daga. 

Forsætisráðherra Haítí, Ariel Henry, flaug til Kenía í síðustu viku í von um að fá stuðning Sameinuðu þjóðanna til að takast á við ofbeldið í landinu, en glæpahópar hafa plagað Haítí svo árum skiptir. Íbúar Haítí telja yfir 11 milljónir manns en lögreglumenn eru rétt um 9 þúsund og ráða ekki neitt við ástandið. Talið er að glæpahópar hafi í raun um 80 prósent höfuðborgarinnar á valdi sínu. Vonast Henry til að Sameinuðu þjóðirnar sendi aðstoð, leidda af Keníumönnum. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí