Rapyd matar krókinn á háskólanemendum

Það stefnir í að greiðslumiðlunarfyrirtækið alræmda Rapyd muni hafa talsverðan hagnað af háskólanemendum á næstu vikum. Tæplega 14 þúsund nemendur Háskóla Íslands þurfa allir að greiða skrásetningargjöld innan skamms en að svo stöddu er engin leið að greiða það gjald án aðkomu ísraelska fyrirtækisins Rapyd. Kröftug sniðgönguherferð hefur beinst gegn fyrirtækinu eftir að Ariel Shtilman, eigandi þess, lýsti yfir stuðningi við þjóðarmorð í Palestínu.

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, aðjunkt við menntavísindasvið háskólans, vekur athygli á þessari óþægilegu stöðu margra háskólanema innan Facebook-hópsins Sniðganga fyrir Palestínu – BDS Ísland. „Í Háskóla Íslands eru 13.700 nemendur sem borga 75.000 kr. í skrásetningargjöld á næstu vikum í gegnum Rapyd. Samtals er þetta um milljarður sem rennur í gengum Rapyd, og gæti því hagnaður fyrirtækisins verið á bilinu 3-4 milljónir. Engar upplýsingar eru á Uglunni um aðrar leiðir til þess að greiða,“ segir hún.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí