„SA stjórnar því ekki hvenær við vinnum vinnuna okkar“

Kjaramál 1. mar 2024

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK) hyggur á verkföll. Þessu greinir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður félagsins, frá á Facebook-síðu sinni. Guðbjörg, sem einnig er varaformaður Starfsgreinasambandsins segir fólk vera komið með nóg af bulli af hálfu Samtaka atvinnulífsins. 

Efling boðaði til verkfallsaðgerða hjá ræstingafólki innan stéttarfélagsins 28. febrúar síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðunina fer fram næstkomandi mánudag. Hið sama gerði Verkalýðsfélag Akraness í gær. Nú hefur VFSK fylgt í kjölfarið. 

Guðbjörg segir í færslu sinni að hún hafi fengið heimild samninganefndar félagsins til að hefja undirbúning undir verkföll. Því muni dagurinn í dag og helgin fara í að hafa samband við félagsmenn, heyra þeirra skoðanir, og hefja í framhaldinu undirbúning að kosningu um verkfallsboðun. 

„SA segir ekki rétti tíminn til átaka. Þeir segja það alltaf. Þeir segja líka alltaf að það sé ekki góður tími fyrir kauphækkanir. Ætli maður verði ekki bara að hætta þessu eða óska eftir að þau láti okkur vita hvenær við megum vinna vinnuna okkar,“ skrifar Guðbjörg í færslu sinni. 

Hún vitnar þá í orð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness og formanns Starfsgreinasambandsins, sem segir að staðan sé grafalvarleg. Guðbjörg vísar einnig til verkfallsboðunar Eflingar og segir: „Greinilegt að fólk er komið með nóg af bulli. Þá fer ég til baka í upphafsorðin og segi. SA stjórnar því ekki hvenær við vinnum vinnuna okkar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí