Lestarstjórar uppskera ríkulega fyrir sína samstöðu. Samstöðin greindi frá því í gær að samkomulag væri í höfn á milli GDL og Deutche Bahn.
Á fréttamannafundi í gær var greint frá málamiðlun að krafan um 35 stunda vinnuviku verðu innleidd smám saman á næstu fimm árum, 420 evra hækkun á föstum mánaðarlaunum og 2850 evru verðbólgubætur.
- Almenn launahækkun:
- Fasta hækkun um 210 evrur á mánaðarlaunatöflum frá 1. ágúst 2024 ≈ 31.563 krónur
- 1. apríl 2025 210 evrur ≈ 31.563 krónur
- Breytilegar álagsgreiðslur:
- Hækkun um fjögur prósent frá 1. ágúst 2024
- Fjögur prósent frá 1. apríl 2025
- Verðbólgubætur:
- 2.850 evrur fyrir fullvinnandi starfsmenn ≈ 428.355 krónur
- 1.425 evrur fyrir nema í bók og starfsnámi ≈ 214.178 krónur
- Fimm daga vinnuvika: Innleiðing á staðlaðri fimm daga vinnuviku.
- Takmörkun á vinnutíma:
- Hámarkslengd vinnutíma stytt úr 144 klukkustundum í 120 klukkustundir frá og með 1. janúar 2025.
- Stytting vinnutíma:
- Viðmiðunarvinnutími styttur um þrjár klukkustundir frá 2026 til 2029 fyrir vaktavinnufólk án skerðingar á launum.
- Styrkur til kaupa á almennigssamgöngum:
- Mánaðarlegur styrkur 12.25 evrur ≈ 1.842 krónur