Samstaða launafólks skilar betri kjörum

Lestarstjórar uppskera ríkulega fyrir sína samstöðu. Samstöðin greindi frá því í gær að samkomulag væri í höfn á milli GDL og Deutche Bahn.

Á fréttamannafundi í gær var greint frá málamiðlun að krafan um 35 stunda vinnuviku verðu innleidd smám saman á næstu fimm árum, 420 evra hækkun á föstum mánaðarlaunum og 2850 evru verðbólgubætur.

 • Almenn launahækkun:
  • Fasta hækkun um 210 evrur á mánaðarlaunatöflum frá 1. ágúst 2024 ≈ 31.563 krónur
  • 1. apríl 2025 210 evrur ≈ 31.563 krónur
 • Breytilegar álagsgreiðslur:
  • Hækkun um fjögur prósent frá 1. ágúst 2024
  • Fjögur prósent frá 1. apríl 2025
 • Verðbólgubætur:
  • 2.850 evrur fyrir fullvinnandi starfsmenn ≈ 428.355 krónur
  • 1.425 evrur fyrir nema í bók og starfsnámi ≈ 214.178 krónur
 • Fimm daga vinnuvika: Innleiðing á staðlaðri fimm daga vinnuviku.
 • Takmörkun á vinnutíma:
  • Hámarkslengd vinnutíma stytt úr 144 klukkustundum í 120 klukkustundir frá og með 1. janúar 2025.
 • Stytting vinnutíma:
  • Viðmiðunarvinnutími styttur um þrjár klukkustundir frá 2026 til 2029 fyrir vaktavinnufólk án skerðingar á launum.
 • Styrkur til kaupa á almennigssamgöngum:
  • Mánaðarlegur styrkur 12.25 evrur ≈ 1.842 krónur

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí