Takmarkalaus geðveiki í verðlagningu íbúða: „Hvar endar þetta?“

„Geðveikin í verðlagningu leiguíbúða þekkir engin takmörk. Hvar endar þetta? Hvenær ætla stjórnvöld að grípa inn í þetta heljarástand?“

Þetta skrifa Leigjendasamtökin í færslu á Facebook sem hefur vakið talsverða athygli. Samtökin hafa tekið saman nokkurn fjölda af auglýsingum þar sem íbúðir er sagðar til leigu á verði sem allir hljóta að sjá að óhóflega dýrt. Myndir af þessum auglýsingum má sjá hér fyrir neðan.

„Stúdíóíbúðir frá 30 fermetrum upp í eins svefnherbergja smáíbúðir í 67 fermetrum geta nú kostað allt frá 240 og upp í 310 þúsund og eru þetta bara nokkur dæmi frá því í febrúar. Raunin er orðin sú að manneskja í fullri vinnu við lágmarkslaun, hefur ekki efni á því lengur að leigja sér eigið húsnæði. Ungt fólk, nemar, einstæðir foreldrar, öryrkjar, enginn þessara hópa hefur efni á því að vera til. Ekki á Íslandi í dag,“ segja Leigjendasamtökin og bæta við að lokum:

„Þetta er ekki ný þróun, heldur áratugalöng. Aðgerðir ríkisstjórna og yfirvalda hafa ENGU skilað í allan þennan tíma. Staðan hefur bara versnað. Hvenær er nóg komið?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí