Telur olíufélögin reyna að fjárkúga ríkið

Neytendur 25. mar 2024

Áhugavert er að fákeppnisfyrirtæki eru að færa sig upp á skaftið og farin að beita beinum og óbeinum kúgunum. Þetta segir MarínóG. Njálsson þjóðfélagsrýnir og vísar til radda olíufélaganna síðustu daga. Marínó segir fyrirtækin ekki telja sig hagnast nóg og vilji þau fá ríkisstuðning til að hagnast enn meira.

Á sama tíma og Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á búvörum ólöglegt rifjar Marínó upp að vel þekkt sé hvernig fyrirtæki í eigu skyldmenna fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra töldu sig eiga rétt á einhverju frá ríkinu.

„Nýr fjármála- og efnahgasráðherra virðist líka eiga skyldmenni, sem telja sín fyrirtæki eiga rétt á fyrirgreiðslu.

Hann segr almenning, neytendur, vera skotmarkið samkvæmt gamalli hefð hér á landi.

„Ef ríkið stígur ekki inni í, þá verður skortur á…“ Þið getið sett allt mögulegt í staðinn fyrir punktana þrjá, en nánast undantekningarlaust, þá tengist varan eða þjónustan fákeppnisfyrirtækjum.“

Marínó spyr í færslu sinni á facebook hvers vegna ríkið eigi að taka á sig kostnað af birgðarhaldi á olíu, lyfjum, áburði eða öðru eins og farið hefur verið fram á.

„Er ekki sú kvöð að eiga nægar birgðir komin vegna þess að það er ekki frjáls samkeppni og ef það lítur út fyrir að frjáls samkeppni sé að myndast, þá er hún drepin með uppkaupum, undirboðum eða eins og töfrasprota sé veifað, þá eykst þjónustustigið langt umfram það sem nokkrum sinum hefur verið í boði.“

Samkeppniseftirlitið situr hjá og gerir ekki neitt að hans sögn.

„Forstjóri ónefnds fyrirtækis, en hann virðist vera orðinn talsmaður allra annarra fyrirtækja í greininni, hefur minnst tvisvar á undanförnum mánuðum stigið fram og verið með hótanir. Varan, sem fyrirtækið mitt selur, verður ekki alltaf til nema ríkið greiði fyrir birgðarhald. Þetta heitir á mínu máli, fjárkúgun og fjárkúgun telst til brota á hegningarlögum. Kannski að ríkissaksóknari þurfi að skoða þetta? Það er, jú, verið að beita ríkið fjárkúgun og um leið alla neytendur í landinu. Óþarfi er að taka það fram, að fyrirtæki umrædds forstjóra á alveg borð fyrir báru, en mikill vill meira.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí