„Þetta er hryllingur“ – Allir veitingastaðir ættu að hafa sýnilegt vottorð um hreinlæti

Það má leiða að því líkur að þeir Íslendingar sem fylgjast vel með fréttum fari ekki í bráð á veitingastaðinn Pho Víetnam. Veitingastaðurinn, sem er með útibú bæði á Suðurlandsbraut og Laugavegi, hefur ítrekað komist í fréttir vegna skorts á hreinlæti.

Nú síðast í morgun þegar Vísir greindi frá því að veitingastaðurinn hefði fengið einn af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í óboðaðri heimsókn síðastliðinn október.

En hvað með útlendinga eða þá sem fylgjast lítið með fréttum? Er ekki eðlilegt að þeir séu varaðir frá viðskiptum við Pho Víetnam? Jú, segir Egill Helgason fjölmiðlamaður. Þetta sé ekki einkamál milli eftirlitsaðila og verta. Egill skrifar á Facebook:

„Þetta er hryllingur og auðvitað ætti að loka þessum stöðum strax. Í New York eru merki utan á veitingahúsum þar sem má sjá hversu vel þau gæta hreinlætis. Þau eru flokkuð í stafrófsröð. Mætti ekki koma upp slíku kerfi hér? Þetta er ekki einkamál milli veitingahúsaeigenda og eftirlitsaðila.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí