Tólf látnir og tugir særðir í sprengjuárás í Mjanmar 

Tólf eru látnir hið minnsta og tugir særðir eftir að stórskotaliðs sprengjum var skotið á fjölmennan markað í vestanverðu Rakhine héraði í Mjanmar. Herforingjastjórnin í landinu og uppreisnarher benda hvor á annan varðandi ábyrgðina á ódæðinu. 

Arakan herinn, uppreisnarherinn í héraðinu heldur því fram að herskip út af höfninni í borginni Sittwe hafi skotið á Myoma markaðinn í gær með þeim afleiðingum að tólf létust og yfir áttatíu særðust. Herforingjastjórnin brás hins vegar við með yfirlýsingu í ríkissjónvarpinu og lýsti ábyrgðinni á hendur Arakan herrnum, sem hefði skotið sprengjunum. Engin óháð staðfesting liggur fyrir á því hver er ábyrgur. 

Borgarastríð hefur geysað í Mjanmar frá því að herforingjar rændu völdum af löglega kjörinni ríkisstjórn árið 2021. Herforingjastjórnin hefur átt í vök að verjast frá því í október síðastliðnum þegar mismunandi uppreisnarhópar tóku höndum saman og gerðu skipulegar árásir á herstöðvar víðs vegar um landið. 

Í Rakhine héraði hafa átök milli Arakan hersins og herliðs herforingjastjórnarinnar farið stigvaxandi og hverfast þau um yfirráð yfir borginni Sittwe, sem er höfuðborg héraðsins og mikilvæg höfn við Bengal flóa. Talsmenn uppreisnarhersins halda því fram að þeir hafi hrakið stjórnarherinn frá í það minnsta fimm bæjum í nágrenni borgarinnar og haldi nú bæjum sem eru aðeins rúma 30 kílómetra þaðan. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí