„Uppáhaldsmyndin mín akkúrat núna“

„Uppáhaldsmyndin mín akkúrat núna,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á Facebook og deilir myndinni sem sjá má hér fyrir ofan. Þar má sjá Sólveigu taka í spaðann á Kolbrúnu Valvesdóttur, stjórnarkonu í Eflingu, stuttu eftir að kjarasamningur var undirritaður á dögunum.

Sólveig útskýrir svo nánar hvers vegna þessi mynd er í uppáhaldi hjá henni um þessar mundir. „Kolla og Solla óska hvor annari til hamingju með að hafa náð fram annari leiðréttingu á sögulega vanmetnu kvennastarfi, ræstingastarfinu að þessu sinni, og með að hafa náð góðum árangri í að fá stjórnvöld til að gefa launafólki myndarlegan peninga-pakka í þakklætisskyni fyrir að undirrita kjarasamninga,“ segir Sólveig og heldur áfram:

„Kolla og Solla vita að þessi árangur náðist ekki síst vegna þess að þær ásamt fjölda Eflingar-kvenna og karla hafa verið með hasar, læti og uppivöðslusemi hér og þar og því sem næst allstaðar á síðustu árum. Með Kollu og Sollu á myndinni eru góðir og glaðir Eflingar-menn sem vinna í hefðbundnum karlastörfum en kunna að gleðjast með konum yfir góðum kvenna-árangri.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí