Starfsmenn á opinbera vinnumarkaði tóku þátt í verkfallsaðgerðum í Frakklandi á þriðjudag í síðustu viku. Stóru verkalýðsfélögin boðuðu til verkfalls til að krefjast hærri launa fyrir alla hópa launafólks.
Kennarafélögin boðuðu til þriggja daga verkfalls síðasta þriðjudag sem hluta af verkfalli opinberra starfsmanna og kröfðust þess að ≈104 milljarða króna (€700 milljóna) niðurskurður á fjárveitingum til menntamála yrði felldur niður. Þetta er hluti af 10 milljarða evra niðurskurði sem tilkynntur var í febrúar og mennta umbótum „þekkingarlosta e. knowledge shock“ ríkisstjórnar Macrons.
Kennarar nefna þessar umbætur „þekkingarlosta” í neikvæðri merkingu vegna þess að þessar breytingar eru ekki umbætur heldur skemmtarverk í huga meirihluta kennara.
Skólaumbæturnar eru meðal annars að flokka börn í getustig. Stjórnvöld vilja líka að þjóðsöngurinn verði sunginn í byrjun hvers stóladags til að ýta undir þjóðernishyggju.
Kennarafélagið Snes-FSU sagði að 30 prósent kennara sem kenna börnum og unglingum á aldrinum 11 til 18 ára mið- & framhaldsstig hafi lagt niður störf á þriðjudag.
Ríkisstjórnin sagði að 10,6 prósent kennara sem kenna á framhaldsstigi, sem eru unglingar 15-18 ára, hefðu tekið þátt í verkfallinu og í heildina séu það 6,4 prósent af 5,7 milljónum opinberra starfsmanna í Frakklandi sem tóku þátt í verkfallsaðgerðum.
Rétt eins og verkalýðsfélögin drógu úr andstöðu almennings við breytingar á lífeyrismálum Macrons, munu þau ekki andæfa niðurskurðinum „ef samið” verður um hann. Þannig það er spurning hvað verkalýðsfélögin vilja fá í staðinn í skiptum fyrir að láta af andstöðu við niðurskurðinn og menntaumbótapakka Macrons.
Að sögn verkalýðsfélagsins (CFDT), mun félagið biðja um launahækkanir en „umfram allt raunverulegar samningaviðræður“ við stjórnvöld um laun.
Mynd: Þriðjudagur 19. mars 2024. SNES-FSU og SNES HDF í kröfugöngu. „Við munum ekki flokka nemendur okkar!“ „Nei við þekkingarlosta, já við hærri launum og ráðum!“