Baldur með mest fylgi en Halla Hrund á siglingu

Katrín Jakobsdóttir er ekki með mesta fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt könnun sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið.

Baldur Þórhallsson hafði í síðustu viku mestan stuðning miðað við fylgiskönnun Prósents. Halla Hrund Loga­dótt­ir er á siglingu.

Baldur mælist nú með 27,2% en Katrín er með 23,8% sem ekki er tölfræðilega marktækur munur.

Halla Hrund mælist með örlítið meira fylgi en Jón Gnarr 18%. Munurinn þeirra tveggja er ekki marktækur.

Stjórnmálaprófessorinn Eva H. Önnudóttir sagði um helgina að mögulega hafi Katrín náð sínu kjarnafylgi.

Ef Halla Hrund heldur áfram að sækja í sig veðrið eru vísbendingar um að Baldur og Hala verði framboði Katrínar skeinuhættust.

Halla Tóm­as­dótt­ir mælist með 5,8% fylgi, Arn­ar Þór Jóns­son með 2,8% og Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir með 2,1%.

2. maí hefst barátta frambjóðenda formlega þegar lands­kjör­stjórn hef­ur farið yfir öll fram­boð.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí