Katrín Jakobsdóttir er ekki með mesta fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt könnun sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið.
Baldur Þórhallsson hafði í síðustu viku mestan stuðning miðað við fylgiskönnun Prósents. Halla Hrund Logadóttir er á siglingu.
Baldur mælist nú með 27,2% en Katrín er með 23,8% sem ekki er tölfræðilega marktækur munur.
Halla Hrund mælist með örlítið meira fylgi en Jón Gnarr 18%. Munurinn þeirra tveggja er ekki marktækur.
Stjórnmálaprófessorinn Eva H. Önnudóttir sagði um helgina að mögulega hafi Katrín náð sínu kjarnafylgi.
Ef Halla Hrund heldur áfram að sækja í sig veðrið eru vísbendingar um að Baldur og Hala verði framboði Katrínar skeinuhættust.
Halla Tómasdóttir mælist með 5,8% fylgi, Arnar Þór Jónsson með 2,8% og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 2,1%.
2. maí hefst barátta frambjóðenda formlega þegar landskjörstjórn hefur farið yfir öll framboð.