Baldur spyr hvort Katrín sé stjórnsýslulega á gráu svæði

Katrín Jakobsdóttir sem sagði í morgun í viðtali við Ríkisútvarpið að hún væri alvarlega að íhuga framboð, gæti ef hún verður kjörin forseti Íslands, komist í þá stöðu að sitja beggja megin borðsins valdalega ef kæmi að embættisskyldum hennar sem forseta gagnvart sitjandi ríkisstjórn.

Þetta segir Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi í viðtali við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld.

Ef Katrín býður sig fram til embættis gætu tvær ástæður legið því til grundvallar:

Annað hvort fer Katrín fram án samráðs við samstarfsflokkana í ríkisstjórninni. „Þá er stjórnarkreppa og starfið í uppnámi,“ segir Baldur.

Hnn kosturinn er að sögn Baldurs að Katrín fari fram í samstarfi við samstarfsflokkana. „En þá er hún orðinn beinn þátttakandi í myndun ríkisstjórnar sem hún ætlar að vera yfir,“ segir Baldur og vísar til þess aðhalds sem forseti Íslands ber að sýna ríkisstjórninni.

Baldur undrast að ekki hafi orðið meiri umræða um þessa stöðu sem hann kallar alvarlegan hlut – hvað sem fólki finnst um ríkisstjórnina.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí