Ekki búist við að Birgir taki virði óskir pírata – óþarfi að fara á taugum

Litlar líkur eru samkvæmt heimildum Samstöðvarinnar á því að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, taki tillit til athugasemda pírata og fleiri þingmanna í minnihlutanum um að dagskrá Alþingis verði breytt í dag þar sem starfstjórn hafi ekki sama umboð og hefðbundin ríkisstjórn.

Birgir fundar skömmu fyrir hádegi í dag með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna Þingmenn sem Samstöðin hefur rætt við telja litlar líkur á að þingforseti muni sinna óskinni. Í samtali við Rúv sagði Birgir óþarft að fara á taugum þótt umboð starfstjórnar til skamms tíma væri ekki með sama hætti og lögformlegrar ríkisstjórnar.

Alþingi kemur saman klukkan 15 í dag. Fyrir liggur að fjármálaætlun seinkar enn. Ekki liggur enn fyrir hver verður næsti forsætisráðherra og á meðan er Katrín Jakobsdóttir starfandi forsætisráðherra í starfstjórn.

Framboð Katrínar til forseta hefur leitt til úlfúðar meðal hluta Íslendinga. Sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrum oddamanneskja í Sjálfstæðisflokknum, í viðtali á Samstöðinni í gær að Katrín sýndi ekki ábyrgð með því að hlaupa frá hálfkláruðu verki á viðkvæmum tímum.

Óvíst er hvort framsóknarmenn eða sjálfstæðismenn fá forsætisráðherrastólinn þegar Katrín hættir þingmennsku. Nánast má útiloka að hann verði áfram á höndum vinstri grænna.

Fleiri hrókeringar verða meðal ráðherra. Vitað er að óformleg samtöl hafa orðið flokka á millum um ýmsar sviðsmyndir of hefur minnihlutastjórn verið nefnd. Meiri líkur eru taldar en minni á að flokkunum sem skipa ríkisstjórnina takist að koma í veg fyrir stjórnarkreppu. Ákall um kosningar í haust verður þó æ háværara.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí