Elín Hirst rifjar upp þegar hún þurfti að afklæðast gallabuxunum á Alþingi

 „Ég er mjög ánægð með að þingmenn pírata skuli mæla í gallabuxum í þingið. Gallabuxur eru viðurkenndur og fallegur klæðnaður og þegar ég klæddist gallabuxum á Alþingi og var gerð afturreka, fannst mér athugasemdin sem yfirvöld Alþingis gerðu við mig ekki í takti við tímann,“ segir Elín Hirst, fyrrum þingmaður.

Mogginn hefur rifjað upp að píratar og jafnvel fleiri þingmenn hafi klæðst galla­bux­um í þingsal síðustu daga.

Ellefu ár hafa liðið síðan Elín Hirst mætti sem nýr þingmaður í þingsal í gallabuxum, fyrst þingmanna en það átti eftir að hafa afleiðingar.

Birg­ir Ármanns­son for­seti Alþing­is seg­ir eng­ar regl­ur skráðar um klæðaburð þing­manna en byggt sé á venju um snyrti­leg­an klæðaburð. Þegar Samstöðin ræddi við Elínu um stóra gallabuxnamálið í dag, segir hún að fyrst og fremst rifji umfjöllun Moggans upp ljúfar endurminningar frá þeim tíma þegar hún var á þingi. Allt hafi verið afgreitt í góð.

„Það kom mér samt á óvart að þessar athugasemdir skyldu gerðar,“ segir Elín um daginn forðum.

„Ég hafði séð að þingmenn voru í buxum í öllum litum, rauðum, bláum og svörtum og held kannski að þessi athugasemd með gallabuxurnar hafi byggst á misskilningi,“ segir hún. „Ég vissi ekki að ég væri að brjóta reglur en samt var ég svo hlýðin að ég dreif mig heim og skipti um fatnað,“ segir Elín í léttum tóni.

Daginn eftir tók hún til máls undir liðnum Störf þingsins og ræddi þá að Alþingi yrði að vera í takt við tímann.

„Það er nefnilega bæði hægt að vera snyrtilegur og í þægilegum vinnufatnaði.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí