Hærri laun á kostnað lakari sjúkratryggingar

Verkafólk hjá samsetningarverksmiðju fyrir stórar vinnuvélar í Nýju Philadelphia Ohio, fylki sem er þekkt fyrir sínar grænar sléttur, skógiþakktar hæðir, segir nei við að skipta út betri fríðindum fyrir hærri laun.

Í dag er 8 dagur ótímabundins verkfalls hjá 230 verkafólki í samsetningarverksmiðjunni. Krafa verkfólks er um betri laun og heilbrigðistryggingu. Vinnurekandinn bauð 6% launahækkun sem verkafólkið á að borga með lakari heilbrigðistryggingu, þessari leið hafna þeir harðlega.

Stéttarfélagið heitir IAM Local 1285 Members sem er hluti af stærri samtökum launafólks, Alþjóðasamtök vélvirkja og vélavirkja í flugiðnaði (IAM), sem eru stærstu og fjölbreyttustu samtök iðnaðarmanna í Norður-Ameríku, með um 600.000 félagsfólk í ýmsum atvinnugreinum.

Vinnurekandinn er Gradall Industries er dótturfyrirtæki Alamo Group, sem er umsvifamikill vinnurekandi í samsetingu á iðnaðar- og landbúnaðarbúnaðartækjum. Alamo Group hf. er móðurfélag yfir 40 alþjóðlegra vörumerkja. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á búnaði til viðhalds á iðnaðar-, gróður- og landbúnaðarrýmum.

Mynd: Frá samstöðufundi síðustu viku. Mynd 2 og 3: Grænar sléttur og skógiþakktar hæðir i Ohio fylki.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí