Verkafólk hjá samsetningarverksmiðju fyrir stórar vinnuvélar í Nýju Philadelphia Ohio, fylki sem er þekkt fyrir sínar grænar sléttur, skógiþakktar hæðir, segir nei við að skipta út betri fríðindum fyrir hærri laun.
Í dag er 8 dagur ótímabundins verkfalls hjá 230 verkafólki í samsetningarverksmiðjunni. Krafa verkfólks er um betri laun og heilbrigðistryggingu. Vinnurekandinn bauð 6% launahækkun sem verkafólkið á að borga með lakari heilbrigðistryggingu, þessari leið hafna þeir harðlega.
Stéttarfélagið heitir IAM Local 1285 Members sem er hluti af stærri samtökum launafólks, Alþjóðasamtök vélvirkja og vélavirkja í flugiðnaði (IAM), sem eru stærstu og fjölbreyttustu samtök iðnaðarmanna í Norður-Ameríku, með um 600.000 félagsfólk í ýmsum atvinnugreinum.
Vinnurekandinn er Gradall Industries er dótturfyrirtæki Alamo Group, sem er umsvifamikill vinnurekandi í samsetingu á iðnaðar- og landbúnaðarbúnaðartækjum. Alamo Group hf. er móðurfélag yfir 40 alþjóðlegra vörumerkja. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á búnaði til viðhalds á iðnaðar-, gróður- og landbúnaðarrýmum.
Mynd: Frá samstöðufundi síðustu viku. Mynd 2 og 3: Grænar sléttur og skógiþakktar hæðir i Ohio fylki.