Inga Sæland opnar á að bjarga ríkisstjórninni ef Vg verður hent út

„Við óttumst ekki kosningar við Sigmundur Davíð. Það liggur alveg á ljósu,“ svaraði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, þegar hann stakk upp á í viðtali þeirra við fréttastofu Stöðvar 2 að Inga yrði félagsmálaráðherra eftir helgi. „En nei, ég hef ekki hugsað mér að berjast um þessa ráðherrastóla. Hins vegar hef ég sagt það og gefið það út að við værum alveg til í að styðja góð mál ríkisstjórnarinnar sem mér finnst nauðsynlegt að koma í gegn fyrir næstu kosningar, sem ég vil gjarnan sjá í haust.“

Sigmundur benti þá á að kannski væri Inga að bjóða þeim upp á lausn á stjórnarkreppunni, að hún verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vantrausti í einhvern tíma gegn því að fá eitthvað í gegn, eða hvað?

„Já, ég veit það ekki. Þeir geta alveg reynt að múta mér,“ svaraði Inga.

Þegar Sigmundur Davíð var spurður hvort hann myndi vilja styðja slíka ríkisstjórn benti hann á að ríkisstjórnin væri ekki á ná árangri í þeim málum sem honum fannst skipta máli: Orkumálum, verðbólgunni og innflytjendamálum.

„Ég held að við getum hjálpað þeim í þessu,“ sagði þá Inga. „Við verðum bara að styðja þá í að rugla þessu í gegn en þá verður Vg líka að fara eitthvað annað. Þeir eru búnir að vera dragbítur á alvöru aðgerðir í þessum málaflokkum, því miður. Það liggur bara á borðinu. Og ég held að Sjálfstæðismenn og Framsókn séu fyrir löngu farnir að gera sér grein fyrir því. Þessi ríkisstjórn nýtur lítils sem einskis trausts. Hún er skora hér rúmlega 30% samanlagt sem er það sama og bara einn stjórnarandstöðuþingflokkur hefur einn og sér. Þannig að ég held að þeir séu farnir að gera sér grein fyrir að þeim blæðir hægt og hljóðlega út ef þeir ætla ekki að losa sig við Vg.“

Hér má hlusta á viðtalið í frétt Stövað 2, það byrjar á 03:50: Inga Sæland og Sigmundur Davíð um stöðuna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí