Mestum efnahagsvexti spáð í Rússlandi

Efnahagsvöxtur í Rússlandi verður að líkindum meiri en í öllum þróuðum hagkerfum heimisins á þessu ári. Þetta er spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem telur að hagvöxtur í Rússlandi verið 3,2 prósent í ár, þrátt fyrir að stjórnvöld í Kreml hafi þurft að sæta refsiaðgerðum eftir innrásina í Úkraínu. Það er verulega hærra en spár gera ráð fyrir í löndum á borð við Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. 

Að sögn sjóðsins byggist vöxturinn meðal annars á því að olíuútflutningur hefur haldist stöðugur og ríkisútgjöld hafa haldist mikil. Bæði einkafyrirtæki og ríkisfyrirtæki hafi haldið áfram fjárfestingum og stöðugleiki í einkaneyslu hafi þar spilað inn í einnig. 

Rússland er einn stærsti útflytjandi olíu í heiminum og þrátt fyrir refsiaðgerðir eru milljónir tunna af olíu enn fluttar inn til Bretlands, svo dæmi séu tekin, í gegnum þriðju lönd. BBC upplýsti um það í febrúar síðastliðnum 

Yfir það heila hafi hagkerfi heimsins haldið merkilega vel sjó, segir sjóðurinn. Þrátt fyrir svartsýnisspár hafi ekki orðið alþjóðleg kreppa, bankakerfin hafa staðist ágjöf og vaxandi hagkerfi ríkja hafi ekki rekist á veggi. 

Utan Rússlands þá dregur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úr spám sínum fyrir Evrópu í heild. Þannig spáir sjóðurinn 0,5% hagvexti í Bretlandi, sem myndi þýða lægsta hagvöxt í öllum G7 ríkjunum. 

Hagfræðingar sjóðsins vara við því að ef átök breiðast enn frekar út fyrir botni Miðjarðarhafsins gæti það þýtt hækkandi matvælaverð, sem og orkuverð, á heimsvísu. Þá séu ítrekaðar árásir Húta í Rauða hafinu á skip þar, sem og stríðið í Úkraínu, til þess fallin að ógna efnahagsumhverfinu á heimsvísu. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí