Pabbi Diljár þingkonu sá sem kærði Semu og Maríu Lilju til lögreglu

Einstaklingurinn sem kærði tvær konur til lög­reglu­stjórans á höfuðborg­ar­svæðinu vegna fjársöfnunar Solaris-samtakanna sem hefur unnið að björgun palestínufólks frá Gaza-svæðinu er Einar S. Hálfdánarson, faðir Diljár Mistar, þingkonu Sjálfstæðisflokksins og formanns utanríkismálanefndar Alþingis.

Þetta hefur Samstöðin fengið staðfest.

Sema Erla Serdaroglu og María Lilja Kemp eru konurnar sem um ræðir.

Samstöðin hefur kæruna undir höndum. Þar segir að grunur leiki á broti við að halda utan um söfnunarfé til styrktar fólki á Gaza.

Einnig leiki grunur á broti á 6. grein almennra hegningarlaga um mútugreiðslur til starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum.

Síðast en ekki síst er getið gruns um brot á lögum um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Ef brotin teljast refsiverð gætu viðurlög orðið áralangt fang­elsi.

Sema sagðist ekki vilja tjá sig um málið að sinni þegar Samstöðin náði tali af henni í morgun.

María Lilja er stödd í Egyptaland. Kæran mun ekki hafa verið birt henni.

„Ekkert annað en pólitískar ofsóknir,“ segir lögmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.

Samkvæmt upplýsingum Samstöðvarinnar hefur Sema með málinu fyrsta skipti stöðu sakbornings vegna þeirra mannréttindamála sem hún hefur barist fyrir.

Athygli vekur að þegar sé búið að kalla hana í skýrslutöku, en stundum tekur það lögreglu nokkur misseri að bregðast við sambærilegum málum, samkvæmt lögmönnum sem Samstöðin hefur rætt við.

Morgunblaðið sagði fyrst frá kærunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí