Rústirnar táknrænar fyrir Bjarna forsætisráðherra

„Það sem eftir er af Glitni. Bankanum sem Engeyjarættin ásamt fleirum setti á fljúgandi hausinn, en sem innherjar eins og Bjarni Benediktsson núverandi forsætisráðherra og fleiri innvígðir náðu að bjarga eigin verðmætum úr fyrir algera „tilviljun“ að eign sögn. Sjóður 9, Glitnir, og stjórnendur hans eru táknmynd Hrunsins og þeirrar spillingar sem gerjast hefur í samkrulli viðskiptalífs og stjórnmála hér á landi frá því fyrir lýðveldisstofnun.“

Þetta skrifar Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, á Facebook og birtir myndina hér fyrir ofan. Á myndinni má sjá hvernig búið er að hola út eitt sinn glæsilegar höfuðstöðvar Glitnis. Ástæðan mun vera mygla sem ómögulegt hefur verið að losna við. Líkt og fyrr segir þá bendir Þór að þessar rústir séu táknrænar, höfuðstöðvarnar séu ekki það eina sem hafi verið holað að innan. Þór heldur áfram og skrifar:

„Nú hefur fyrrum formaður „Vinstri-grænna“ gert það að verkum að einn helsti gerandi Hrunsins er orðinn forsætisráðherra. Hann var í forsvari fyrir fyrirtæki með gjaldþrot upp 130 milljarða en náði samt að koma sínu í skjól. Katrín Jakobsdóttir er óafmáanlegur hluti af spilltu samspili stjórnmála og viðskipta hér á landi og það verður þjóðarsálinni til ævarandi háðungar og niðurlægingar ef fólk kýs hana sem næsta forseta.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí