Segir að reynslu Svandísar hafi þurft fyrir innviðaráðuneytið

VG þurfti að finna reyndan ráðherra inn í Innviðaráðuneytið vegna þess hve verkefni ráðuneytisins eru flókin.

Þetta sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, í samtali við Rúv að loknum blaðamannafundi þar sem breytingar á ríkisstjórninni voru kynntar.

VG hefur ekki haft Innviðaráðuneytið áður. Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki, hefur gegnt embættinu en verður nú fjármálaráðherra. Vegna kröfu um reynslu þurfti Svandís Svavarsdóttir að stíga þangað inn samkvæmt orðum Guðmundar Inga.

Hársbreidd munaði að stjórnarsamstarfið yrði að engu fyrir skemmstu eftir að Umboðsmaður Alþingis hafði úrskurðað að stjórnsýsla Svandísar í hvalamálinu væri ekki í samræmi við lög og góðar venjur. Þá vildu sjálfstæðismenn sprengja ríkisstjórnina. Stefndi í samþykkt vantrausts á Svandísi þegar hún fór í veikindaleyfi og Inga Sæland, Flokki fólksins, dró tillögu sína um vantraust til baka.

Bjarkey Olsen sem býr í Ólafsfirði og stendur nær útveginum en Svandís tekur nú við matvælaráðuneytinu.

Guðmundur Ingi óskaði Bjarkeyju til hamingju með að vera orðinn matvælaráðherra.

Sjálfstæðismenn hafa sagt að í þetta skiptið – eftir ráðherraskiptin – muni þeir verja Svandísi vantrausti.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí