Sigurður Ingi verði forsætisráðherra þrátt fyrir hatur Sjálfstæðismanna

„Katrín tilkynnir framboð síðar í vikunni. Það mun ekki hafa áhrif á líf ríkisstjórnarinnar sem mun starfa áfram undir forystu Sigurðar Inga. Þórdís Kolbrún verður áfram fjármála og Svandís verður innviðaráðherra. Bjarkey eða Bjarni Jóns taka matvæla og vantraust fer af borðinu. Það er ekkert að fara að gerast í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðru enda kosningavetur framundan, kosið verður vorið 2025.“

Þetta er spá Helgu Völu Helgadóttur, fyrrverandi þingkonu Samfylkingar, um sé að vænta í íslenskum stjórnmálum á næstu vikum. Hún segir að það hafi farið fram hjá mörgum að hve samstarfið sé orðið erfitt á milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Hún segir augljóst að Sjálfstæðismenn svo gott sem hati Framsókn um þessar mundir.

„Af hverju er þetta svona? Jú, Sjallar treysta framsókn alls ekki fyrir fjármálaráðuneytinu. Þrátt fyrir að allir fjölmiðlar hafi eingöngu fjallað um spennuna á milli XD og VG undanfarin misseri þá er það smáræði miðað við djúpgremju XD í garð Framsóknar. Þar getur fólk varla dvalið í sama herbergi enda gerir framsókn bara það sem þeim sýnist og lofa milljörðum hægri vinstri, og ef það er ekki samþykkt við ríkisstjórnarborðið þá er bara farið til formannsins sem finnur aur í jöfnunarsjóðnum,“ segir Helga Vala á Facebook.

Hún segir að stærsta ástæðan fyrir því að allir munu samþykkja Sigurð Inga sem forsætisráðherra vera að þeim hugnast ekki kosningar strax. „Forysta XD vill kosningar 2025, ekki núna þótt sjá megi stöku ráðherra í kosningaham, en hann er vegna formannskosninga en ekki þingkosninga. VG vill ekki kosningar núna því þau þurfa að laða að nýtt fólk í framvarðasveitina og Framsókn… tjah… þau hafa verið í kosningabaráttu undanfarna mánuði en formanninum hugnast að verða forsætisráðherra í rúmt ár,“ segir Helga Vala.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí