Slóvakískur almenningur safnar fyrir skotfærum handa Úkraínumönnum 

Fjöldafjáröflun í Slóvakíu, sem ætlað er að kaupa stórskotaliðsskotfæri fyrir Úkraínu, hefur aflað fjár að jafnvirði vel yfir 300 milljónum króna. Söfnunin var sett á laggirnar um miðja vikuna og það tók undir tveimur sólarhringum að ná upprunalega markmiði söfnunarinnar, um 150 milljónum króna. 

Ástæðan fyrir söfnuninni er að ríkisstjórn Slóvakíu, undir forystu vinstri popúlistans Robert Fico, hefur harðneitað því að landið taki þátt í að fjármagna kaup á hergögnum fyrir Úkraínu. Það var tékkneska ríkisstjórnin sem kallaði saman tvo tugi annarra ríkja með það að markmiði að kaupa hundruð þúsundi sprengikúla fyrir úkraínska herinn. 

„Við verðum að reka Pútín út úr Úkraínu. Við verðum að sigra hann,“ sagði Otto Simko, eftirlifandi fórnarlamb Helfararinnar og fyrrverandi þátttakandi í uppreisn Slóvaka gegn nasistum árið 1944. Simko er 99 ára en kom að því að setja söfnunina á laggirnar til að bregðast við aðgerðarleysi ríkisstjórnar Fico. 

Fico hefur heitið því að ekki verði send „ein einasta kúla“ til Úkraínu. Hann hefur á síðustu misserum hallað sér æ harðar í átt að Kremlarvaldinu. Fico heldur því fram að stefna vesturlanda, að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum og skotfærum, geri ekkert annað en að draga átökin á langinn. Stjórnvöld í Kænugarði ættu þess í stað að leggja niður vopn og reyna að semja við stjórnvöld í Moskvu. 

Söfnunin hefur því veitt slóvökum sem ekki samsinna stefnu Fico færi á að styðja við Úkraínu. Seinni partinn í gær höfðu yfir 32 þúsund slóvakar heitið yfir 2 milljónum evra í söfnunina, en hún var sett í loftið að kvöldi þriðjudags. Fjármunirnir munu fara beint í fjársöfnun tékknesku ríkisstjórnarinnar. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí