Spurði hvort þingmenn annarra flokka styddu spillingarsögu Bjarna

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður pírata, spurði í umræðu um vantrauststillögu á ríkisstjórnina rétt í þessu hvort þingmenn stjórnarflokkanna myndu fylgja sannfæringu sinni eða styðja forsætiisráðherra með öll þau spillingarmál sem væru á baki Bjarna Benediktssonar. Hann sagðist velta fyrir sér hvort spillingarumræðan myndi ekki koma í veg fyrir að góðum málum yrði ágengt.

Bjarni hefur gripið til varna vegna vantraustsins og gumar af góðu ástandi, jafnt í samfélaginu sem og styrk meirihlutans.

Nokkrir meirihlutaþingmenn hafa sagt að tíma þingsins væri betur varið með öðru máli en umræðu um vantraust sem væntanlega verður ekki samþykkt.

Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður og rifjaði meðal annars upp að Bjarna hefði brostið hæfi til að selja bréf í Íslandsbanka í ljósi þess að meðal kaupenda var einkahlutafélag í eigu pabba Bjarna.

42.000 manns hafa skrifað undir mótmæli gegn Bjarna.

Umræður standa yfir en fram hefur komið að Samfylkingin mun styðja vantraust gegn Bjarna og stjórninni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí