Svíþjóð, landið sem er þekkt fyrir sína víðfeðmu skóga, glitrandi vötn, stendur nú frammi fyrir því að bjóða starfsfólki sveitarfélaga upp á kjararýrnunar samning.
Stéttarfélagið hefur samþykkt tilboð sveitafélaganna og þar með aflýst verkfalli sem talsmaður félagsins tilkynnti um með eftirfarandi orðum 8. apríl: „Við höfum sett inn ansi stóra verkfallsboðun sem gæti haft miklar afleiðingar ef það verður af því að hún taki gildi 18. apríl.” á frummálinu „Vi har lagt in ett ganska stort tillkännagivande som kan få stora konsekvenser om det är så att det måste träda i kraft den 18 april.“ Verkfallið hefði náð til 5 þúsund starfsmanna og átti að hefjast daginn eftir að tilboðinu var tekið. Nýi kjarasamningurinn hefur áhrif á um 550 þúsund launþega.
Samninganefndin virðist hafa limpast niður og kysst valdasprota samningaðilans. Stéttarfélagið hefur samþykkt 3,3 prósenta launahækkun á einu ári, sem er undir 4,1 prósenta verðbólgu og vel undir 6,9 prósenta verðhækkun síðustu sex mánuði. Þannig að það er ljóst að stéttarfélagið vill að starfsfólk sveitarfélaga borgi fyrir verðbólguna, þetta stef þekkjum við Íslendingar mjög vel.
Helsta krafa stéttarfélagsins var að tryggja að laun væru greidd á réttum tíma og að einfalda ferlið við að sækja um frídaga.
Stéttarfélagið heitir Sveriges Kommuner (Kommuner )
Vinnurekandinn heitir Kommuner och regioner i Sverige (SKR) och Sobona
Mynd: 1. maí kröfuganga