Strætóbílstjórar eru á sjötta degi verkfalls

Það er borg á norður Spáni sem heitir Bilbao. Það er mikil velsæld á þessu svæði sem má sjá í tölum um meðaltekjur eins og í Skandinavíu eða Berlín. Borgin og Strætóbílstjórar skrifuðu undir 10 ára kjarasamning árið 2019 sem hlýtur að teljast óvenjulega langur samningstími, eina dæmið sem ég man eftir er 10 ára kjarasamningur stéttarfélaga sjómanna og SFS.

Fyrir venjulegt launafólk er mjög ólíklegt að það sé skynsamlegt að semja til svo langs tíma nema að það séu  innbyggðar varnir gegn kjararýrnun í samninginn. Það er skemmst frá því að segja að stéttafélag bílstjóranna hugði ekki af því og nú á fimmta ári samningsins eru laun búin að rýrna mikið eftir heimsfaraldur og stríð. Auk þess hafa þessar hækkanir hlutfallslega lamið láglaunafólk mest í hausinn því það eru nauðsynjar sem hafa hækkað langmest í verði eins og orka og matur.

Á Spáni er réttur til að fara í verkfall skilgreindur í stjórnarskrá og því virðist það vera minna mál en á Íslandi að brjóta friðarskyldu. Auk þess eru öflugar stofnanir sem hjálpa til við að reka samninginn ef upp kemur ágreiningur eins og núna þegar það er fullkominn forsendubrestur eins og í þessari vinnudeilu.

Það sem bílstjórarnir vilja er að laun verði tengd við neysluvísitölu og að breyta 62 prósenta starfshlutfalli starfsfólk fái samning sinn uppfærðan í 100 prósent.

Stéttarfélag bílstjóra er Workers’ Trade Union of the Basque Country (LSB-USO)

Vinnurekandi er borgarstjórn Bilbao.

Myndir: Eru frá samstöðufundum og kröfugöngum til stuðnings bílstjórum

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí