Sumarið skellur á um helgina segir Einar

Óvenju slæmt veður í apríl hefur líklega ekki farið fram hjá neinum sem býr á suðvesturhorni Íslands. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson benti á í gær að fyrri hluti aprílmánaðar hafi verið talsvert kaldari en gengur og gerist. Raunar tveimur gráðum kaldari að meðaltali en á sama tíma síðustu 30 ár. Sumir hafa jafnvel talið að þetta séu fyrstu merki þess að Golfstraumurinn sé að hrynja, þó erfitt sé að segja til um það með nokkurri vissu að svo stöddu.

Sumardagurinn fyrsti styttist óðfluga, þann 25. apríl næstkomandi, en að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings þá megum við vænta sumarveðurs örlítið fyrr eða um næstu helgi. Ef sumarveður má kalla, það er að segja. Í Reykjavík gæti hiti náð allt að 9 stigum.

„Sú flugufregn hefur fengið vængi að vænta megi veðurbreytinga um helgina.  Langþráð sunnanátt með hlýnandi veðri. Kortasyrpa Bresku Veðurstofunnar sýnir hvernig væn bylgja rís suðvestur í hafi og nær að öllum líkindu að flæða norður yfir land og bægja frá þrálátu kalda loftinu  Sjaldan hafa menn held ég glaðari að sjá hæð yfir Bretlandseyjum og lægð á leið norður um Grænlandssund! Spáð er 8 til 9 stiga hita í Reykjavík og allt að 10 stigum norðan heiða,“ skrifar Einar á Facebook undir fyrirsögninni: „OG FAGNAÐ VERÐUR UM LAND ALLT!“ En það verður að koma í ljós.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí